“Ég get ekki sagt að við bjuggumst endilega við því að komast áfram, sérstaklega ekki þegar illa gekk á æfingum ” segir Agla Elín keppandi Hlíðaskóla
“Tilfinningin að komast áfram er ótrúleg, eins og allar tilfinningar í líkamanum spennast upp. Ég veit ekki hvort ég sé að hlægja eða gráta” segir Saga María keppandi Langholtsskóla.
18 skólar taka þátt í ár á þremur undanúrslitakvöldum. Sex skólar keppa á hverju undankvöldi, tveir skólar komast áfram eftir hvert þeirra og tveir til viðbótar verða sérstaklega valdir af dómnefnd.
Á morgun kemur í ljós hvaða tveir skólar komast síðastir í úrslit og hvaða tveir verða valdir sérstaklega. Úrslit Skrekks fer fram í Borgarleikhúsinu 15. mars og verður í beinni útsendingu á RÚV.