Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Bjarga því sem bjargað verður

Mynd: Gísli Einarsson / RÚV/Landinn

Bjarga því sem bjargað verður

02.03.2021 - 07:30

Höfundar

„Menntamálaráðuneytið og Þjóðminjasafnið settu saman hóp af safnafólki sem hefur verið að koma í ferðir hingað austur og við erum bara að hjálpa starfsfólki Tækniminjasafnsins að flokka og ráðleggja með framhald á meðferð og hvað á að gera," segir Ingibjörg Áskelsdóttir, forvörður í Borgarsögusafni.

Á Seyðisfirði er unnið að því hörfðum höndum að bjarga því sem bjargað verður af safnkosti Tækniminjasafns Austurlands sem varð að stórum hluta undir skriðuföllum í loksíðasta árs. 

Meðal þess sem bjargast hefur úr rústunum er töluvert af skjölum, í misjöfnu ásigkomulagi þó. „Pappír er viðkvæmur, sérstaklega þegar hann lendir í bleytu. Það sem við þurfum að koma í veg fyrir er að pappírinn mygli og við notum þerripappír til að þurrka hverja síðu fyrir sig," segir Karen Sigurkarlsdóttir, forvörður.