Stjórnendur Landspítala biðja fólk sem orðið hefur fyrir vægum slysum eða glímir við minniháttar veikindi að leita annað en á bráðamóttökuna í Fossvogi. Það er vegna mikils álags sem nú er á bráðamóttökunni. Fólk er því beðið að leita frekar á heilsugæslustöðvar eða Læknavaktina, eða hafa samband við Símavaktina ef það þarf ekki nauðsynlega á þjónustu bráðamóttöku að halda