Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Biðja fólk að leita annað ef það getur

02.03.2021 - 19:02
Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Stjórnendur Landspítala biðja fólk sem orðið hefur fyrir vægum slysum eða glímir við minniháttar veikindi að leita annað en á bráðamóttökuna í Fossvogi. Það er vegna mikils álags sem nú er á bráðamóttökunni. Fólk er því beðið að leita frekar á heilsugæslustöðvar eða Læknavaktina, eða hafa samband við Símavaktina ef það þarf ekki nauðsynlega á þjónustu bráðamóttöku að halda

Margir sjúklingar bíða nú á bráðamóttökunni eftir að komast inn á legudeildir Landspítala. Það hefur leitt til þess að biðtíminn eftir þjónustu á bráðamóttökunni hefur lengst. Fólki sem leitar á bráðamóttökuna er forgangsraðað eftir alvarleika þess sem hrjáir það. Fólk með minniháttar áverka eða veikindi getur því þurft að bíða lengi áður en að því kemur.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV