
Vilja koma börnum úr flóttamannabúðum á Sýrlandi
Eftir áralanga baráttu við vígamenn hryðjuverksamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki eru þúsundir meintra vígamanna í varðhaldi Kúrda í Sýrlandi, auk tugþúsunda fjölskyldumeðlima þeirra.
Ted Chaiban, svæðisstjóri UNICEF, segir að yfir 22 þúsund börn af minnst 60 þjóðernum hafist við í flóttamannabúðum og fangelsum. Auk þess séu þúsundir sýrlenskra barna þar. Hann kallar eftir því að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna geri allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma börnum úr þessum aðstæðum og til sinna heima.
Auk fjögurra barna lét kona lífið í Al-Hol búðunum í gær. Eldurinn kviknaði út frá ofni sem sprakk, hefur AFP fréttastofan eftir kúrdískum embættismanni. Alls eru um 62 þúsund manns í búðunum, þar af rúmlega helmingurinn börn undir tólf ára aldri.