Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Stjarnan vann Tindastól í spennandi leik

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Stjarnan vann Tindastól í spennandi leik

01.03.2021 - 22:08
Stjarnan fylgir fast á hæla Keflavíkur í Dominosdeild karla í körfubolta. Garðbæingar þurfu þó verulega að hafa fyrir sigri sínum á Tindastóli í kvöld.

Leikur Stjörnunnar og Tindastóls var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu. Stjarnan var þremur stigum yfir eftir fyrsta leikhluta og enn munaði þremur stigum þegar flautað var til leikhlés, 50-47.

Stjarnan jók muninn í fimm stig eftir þrjá fjórðunga en gestirnir frá Sauðárkróki náðu að komast yfir í lokafjórðungnum, 82-81. Heimamenn í Stjörnunni voru samt sterkari á spennandi endaspretti og náðu að landa sigri, 98-93.

Stjarnan er 2.-3. sæti ásamt Þór Þorlákshöfn. Liðin eru með 16 stig, tveimur minna en Keflavík sem er í efsta sæti. Tindastóll er áfram í 8. sæti með 10 stig eftir fimm sigra og sex töp.

Tengdar fréttir

Körfubolti

Keflavík áfram á toppnum - Þórsarar elta