Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Jarðskjálfti norður af Grímsey

01.03.2021 - 21:23
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Jarðskjálfti varð um sextán kílómetra norðnorðaustur af Grímsey þegar klukkuna vantaði sjö mínútur í átta í kvöld. Skjálftinn mældist 3,3 að stærð. Þrír eftirskjálftar voru staðsettir á mælum Veðurstofunnar. Þeir voru mun minni, á bilinu einn til tveir að stærð.

Alls hafa tuttugu skjálftar greinst á Tjörnesbrotabelti síðustu tvo sólarhringa. Aðeins einn þeirra var stærri en þrír og tveir voru á bilinu tveir til þrír. Sautján voru undir tveimur, þar af þrír undir einum að stærð.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV