Norsku Nóbelsnefndinni hafa borist 329 tilnefningar til friðarverðlauna Nóbels í ár. Þeirra á meðal eru Greta Thunberg, aðgerðasinni í loftslagsmálum, og Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti. Sömu leiðis Svetlana Tikhanovskaya, forsetaframbjóðandi í Hvíta-Rússlandi og rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny.