Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Fyrsta undankvöld Skrekks í kvöld

Mynd með færslu
 Mynd: UngRÚV - UngRúv

Fyrsta undankvöld Skrekks í kvöld

01.03.2021 - 11:26

Höfundar

Skrekkur byrjar með látum í kvöld þegar fyrsta undakvöldið fer fram. Í kvöld keppa Austurbæjarskóli, Norðlingaskóli, Réttarholtsskóli, Seljaskóli, Breiðholtsskóli og Ingunnarskóli. Tveir skólar verða valdir af dómnefnd til þess að keppa á úrslitakvöldinu 15. mars í beinni útsendingu á RÚV.

Skrekkur hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík hófst árið 1990 og þá bar Breiðholtsskóli sigur úr bítum. Allir grunnskólar í Reykjavík geta sent inn eitt atriði í keppnina sem keppir um að komast á úrslitakvöld Skrekks þar sem keppt er um sjálfa Skrekksstyttuna sem hönnuð er af Sigrúnu Gunnarsdóttur, leirlistakonu. 

“Það er alltaf magnað að fá að vinna við Skrekk af því ég upplifi svo sterkt hvað krakkarnir eru að njóta sín, njóta hæfileika sinna í botn. Þessi stund og þessi dagur í dag er þó enn stærri en venjulega því ég er búin að skipuleggja þennan Skrekk svo mörgum sinnum með öllum flækjustigum alheimsins. Í aðdragandanum hefur oft verið talað um að nú sé þetta fullreynt en við vildum ekki gera börnunum það, svo það er bara tjúllað að Skrekkur 2020 sé loksins að verða að veruleika,” segir Harpa Rut Hilmarsdóttir framkvædarstjóri Skrekks. 

UngRÚV kíkti á æfingu hjá skólunum og greinilegt að mikil vinna hefur farið í atriðin. 

Keppnin verður í beinu streymi á vef UngRÚV klukkan 20:00.