Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Cuomo kallar eftir óháðri rannsókn

01.03.2021 - 07:05
Photos from the opening of the new Delta Air Lines terminal in LaGuardia Airport in Queens, NY, on Tuesday, Oct. 29, 2019. (Chris Rank for Rank Studios)
 Mynd: Delta News Hub - Flickr
Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York í Bandaríkjunum, viðurkenndi í gærkvöld að hann hafi stundum verið full persónulegur í samskiptum við starfsfólk sitt. Hann ítrekaði bón sína um að óháð rannsókn verði gerð á ásökunum gegn honum um kynferðislega áreitni.

Cuomo sendi frá sér yfirlýsingu í gær. Þar segir hann að hægt væri að misskilja ýmislegt sem hann hafi sagt sem óæskilegt daður, og biðst hann afsökunar á því ef einhver tók orðum hans þannig. Hann hafi þó aldrei snert neinn starfsmanna sinna á óviðeigandi hátt eða reynt við þá.

Tvær konur hafa komið fram opinberlega og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni. Lindsey Boylan sagði sögu sína á miðvikudag, þar sem hún sakar Cuomo um að hafa kysst sig án hennar samþykkis, og sýnt af sér aðra ósæmilega hegðun. Charlotte Bennett greindi svo frá því á laugardag að Cuomo hafi áreitt hana kynferðislega.