Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Aung San Suu Kyi kom fyrir rétt

01.03.2021 - 07:20
FILE - In this Jan 27, 2021, file photo, Myanmar leader Aung San Suu Kyi watches the vaccination of health workers at hospital in Naypyitaw, Myanmar. Reports says Monday, Feb. 1, 2021 a military coup has taken place in Myanmar and Suu Kyi has been detained under house arrest. (AP Photo/Aung Shine Oo, File)
 Mynd: AP
Aung San Suu Kyi, sem sett var af sem leiðtogi Mjanmar fyrir mánuði, kom í dag fyrir rétt í Naypyidaw, höfuðborg landsins. Þar svaraði hún til saka sem almennt er talið að séu uppspuni herforingjastjórnar landsins. Fjarfundarbúnaður var notaður við yfirheyrsluna.

Suu Kyi hefur ekki sést opinberlega frá því að henni var bolað frá völdum. Lögmaður hennar sagði í viðtali við AFP fréttastofuna að hún hefði virst við góða heilsu. Hún er sökuð um að hafa brotið lög um inn- og útflutning vegna óskráðra talstöðva sem fundust á heimili hennar. Sömu leiðis á hún að hafa brotið sóttvarnalög með því að efna til kosningafundar í fyrrahaust þegar það var bannað vegna COVID-19 faraldursins.

Lögmanni Suu Kyi var ekki heimilað að ræða við hana áður en réttarhöldin hófust.