„Það má segja að heimurinn hafi snúist á hvolf“

Íslendingar borguðu fyrir heilsuna með sóttkví og einangrun
Mynd: RÚV / RÚV
„Manni finnst einhvern veginn að það sé miklu lengra síðan þetta gerðist allt saman,“ segir Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor í smitsjúkdómalækningum við læknadeild Háskóla Íslands. „Í raun má segja að heimurinn hafi snúist á hvolf.“

Á þessum degi fyrir réttu ári síðan greindist fyrsta tilfelli nýrrar og óþekktrar veiru hér á landi. Veiran hafði þá dreift sér víða í Evrópu og í Asíu og valdið marskonar búsifjum.

Af þessu tilefni er rætt við Magnús og fleiri sérfræðinga á sviði læknisfræði, hagfræði, félagsfræði og stjórnmálafræði og rýnt í þau áhrif sem heimsfaraldur kórónuveirunnar og COVID-19 hefur haft á íslenskt og alþjóðlegt samfélag.

Í fréttaskýringunni er rætt við Sigrúnu Ólafsdóttur, prófessor í félagsfræði, Tinnu Laufeyju Ásgeirsdóttur, prófessor í hagfræði, og Jón Gunnar Ólafsson, nýdoktor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

28.02.2021 - 08:45