Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Jarðskjálfti af stærðinni 4,3 fannst víða í byggð

Myndin sýnir vel svæðið milli Keilis og Fagradalsfjalls (lengst til vinstri) þar sem flestir skjálftarnir eiga rætur. Sést líka vel yfir á Reykjanesbæ.
Myndin er tekin frá Spákonuvatni sunnan Trölladyngju.
 Mynd: Einar Páll Svavarsson
Jarðskjálfti sem var af stærðinni 4,3 fannst í byggð klukkan 11:32 í morgun. Upptök skjálftans voru um 2,5 kílómetra norðaustur af Fagradalsfjalli að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Nokkurn tíma tók að greina endanlega stærð skjálftans að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofunni. 

Nokkrir skjálftar hafa náð þremur að stærð síðan klukkan 11:32.  

Fréttin var uppfærð klukkan 12:46