Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Heillegur ævaforn hestvagn fannst nærri Pompeii

28.02.2021 - 07:42
Erlent · Fornleifar · Ítalía · Pompeii · Evrópa
epa09039685 An undated handout photo made available by the Press Office of the Archaeological Park of Pompeii shows a detail of what scientists presume to be a Pilentum, a four-wheeled ceremonial chariot, excavated at the villa of Civita Giuliana in Pompeii, Italy (issued 27 February 2021). In Pompeii, the excavations of the villa of Civita Giuliana return an extraordinary parade float perhaps destined for the cult of Ceres and Venus or more probably for an aristocrat wedding ceremony. A press release by the Archaeological Park says tha the chariot was found inside a double-level portico and can probably be identified as a pilentum, a transport vehicle used in the Roman world by the elites in ceremonial contexts.  EPA-EFE/Press Office of the Archaeological Park of Pompeii HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - ANSA/POMPEII ARCHEOLOGICAL PARK
Fornleifafræðingar grófu upp nokkuð heillegan hestvagn nærri fornu borginni Pompeii. Vagninn fannst nærri hesthúsi þar sem þrír hestar fundust árið 2018 að sögn fréttastofu BBC.

Pompeii hvarf undir ösku eftir risastórt eldgos í Vesúvíusi árið 79. Síðan þá hafa fundist ótal vel varðveittra minja undir öskunni.

Hestvagninn fannst í súlnagöngum við fornt glæsibýli í Civita Giuliana, skammt norður af borgarveggjum Pompeii. Fornleifafræðingar segja vagninn prýddan fögrum brons- og tin-skreytingum.

Margar vikur tók að ná vagninum heilum undan öskunni, en fyrst sást í hann 7. janúar. Viðkvæm byggingarefni hans hafi gert verkefnið einstaklega erfitt. 

BBC hefur eftir Massimo Osanna, stjórnanda heimsminjasvæðisins í Pompeii, að hestvagninn sé einstakur og auki enn frekar á skilning fræðinga á lífinu á fyrstu öld okkar tímatals. Hann segir skreytingarnar benda til þess að vagninn hafi verið notaður á sérstökum bæjarhátíðum.