Ástæðan væri sú að málið væri komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Fanney Birna Jónsdóttir, stjórnandi þáttarins tók þetta sérstaklega fram í upphafi samtals þeirra.
Jóhann Bjarni Kolbeinsson fréttamaður reyndi að ná tali af Höllu Bergþóru þegar hún var á leið í útsendingu á þættinum, eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan. Hann spurði lögreglustjóra hvort hún væri tilbúin að ræða samskipti sín við dómsmálaráðherra.
„Ég er ekki hingað komin til þess,“ var svar hennar og þá spurði Jóhann Bjarni hvort hún væri tilbúin að tjá sig síðar. Svar hennar var að hún myndi sjá til og í sömu andrá lokaði hún dyrunum að förðunarherberginu.