Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Gullverðlaun hjá Björk og Gerplu

Mynd með færslu
 Mynd:

Gullverðlaun hjá Björk og Gerplu

28.02.2021 - 09:21
Björk og Gerpla endurheimta bikartitla sína á bikarmótinu í frjálsum æfingum í áhaldafimleikum í gær. Gerpla átti einnig stigahæstu keppendur mótsins, Hildu Maja Guðmundsdóttir var stigahæst í kvennaflokki og Valgarð Reinhardsson var stigahæstur í karlaflokki.

Í gær hófst bikarmót í frjálsum æfingum í áhaldafimleikum. Er þetta fyrsta fullorðinsmótið í áhaldafimleikum í heilt ár á Íslandi, eða frá því að bikarmótið fór fram fyrir ári síðan. Mótið fór fram í fimleikahúsi Gerplu og keppendur komu frá sex liðum, Ármanni, Björk, FIMAK, Fjölni, Gerplu og Gróttu. Ríkjandi meistarar í bæði karla-og kvennaflokki náðu að verja titla sína. 

Keppni í kvennaflokki var nokkuð spennandi en að lokum stóð lið Bjarkar uppi sem sigurvegari með 134,600 stig en liðið var með 4,850 stiga forystu á Gerplu sem endaði í öðru sæti. 

Hildur Maja Guðmundsdóttir úr Gerplu var stigahæst í kvennaflokki með 44,200 stig.

Í karlaflokki var Gerpla A nokkuð öruggan sigur. Liðið fékk 226,129 stig og Gerpla B var í öðru sæti með 194,962 stig. 

Valgarð Reinhardsson úr Gerplu var stigahæstur í karlaflokki með 75,432 stig.