Gul viðvörun er vegna veðurs á vestanverðu landinu. Þar er spáð suðvestan hvassviðri, 13 til 20 metrum á sekúndu og éljagangi. Snarpar vindhviður verða í éljunum og skyggni lélegt.
Við Breiðafjörðinn má búast við hvössum vindstrengjum við fjöll og þá á einnig við á Vestfjörðum. Þar er spáð suðvestan stormi 15 til 23 metrar á sekúndu.
Veðurhamurinn er vegna lægðar sem fer norðaustur fyrir vestan land, henni fylgir suðvestanátt með hvössum og dimmum éljum, en þurru og björtu veðri Austanlands.
Í kvöld fer aðeins að lægja. Spáð er suðvestan kalda eða stinningskalda á morgun, en hægari vindi sunnanlands. Léttskýjað veður á austanverðu landinu, annars skýjað og dálítil él fyrri part dags.
Hiti frá frostmarki að 5 stigum. Spáð er hægri suðlægri átt á þriðjudag, með lítilsháttar rigningu eða slyddu á Suður- og Vesturlandi. Um kvöldið fer líklega
að snjóa í norðaustan kalda norðan- og austanlands.