Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Bílvelta rétt innan við Ólafsvík

28.02.2021 - 13:44
Mynd með færslu
 Mynd: Rauði krossinn
Um­ferðarslys varð á Snæ­fellsnesi, um fimm kílómetra innan við Ólafs­vík, skömmu fyr­ir hádegið í dag.

Svanur Tómasson slökkviliðsstjóri Snæfellsbæjar segir í samtali við fréttastofu að jeppabifreið hafi oltið við svokallaðan Bugsvaðal. Svo virðist sem hálka og krapi á veginum hafi orðið til þess að svo fór.

Beita þurfti klippum til að ná tveimur mönnum út úr bílnum. Annar þeirra var nokkuð slasaður að sögn slökkviliðsstjórans. Vel gekk þó að ná þeim úr bílnum.

Sá slasaði þurfti á frekari aðhlynningu að halda og var fluttur með sjúkrabíl á heilsugæslustöð Ólafsvíkur en slökkviliðsstjórinn telur að betur hafi farið en á horfðist í fyrstu. 
 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV