Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Vætusamt og fremur hlýtt en úrkomuminna nyrðra

27.02.2021 - 07:37
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Veðurstofan spáir sunnan- og suðvestankalda eða allhvössum vindi, 10 til 18 metrum á sekúndu í dag. Vætusamt verður og fremur hlýtt, en úrkomulítið norðaustantil á landinu.

Á morgun kólnar með hvassri suðvestanátt og éljagangi, en þurru og björtu veðri austanlands. Á mánudag er spáð mun hægari suðvestanátt. Áfram léttskýjað á Austurlandi, en dálítil él vestantil. Hiti allt að fimm stigum.

Vegir eru víða orðnir greiðfærir að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar en þó er hálka eða hálkublettir á nokkrum leiðum á Norður- og Norðausturlandi. 
 

 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV