Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Þorvaldur hættur með Þór Akureyri

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú

Þorvaldur hættur með Þór Akureyri

27.02.2021 - 10:39
Þorvaldur Sigurðsson er hættur sem þjálfari Þórs í handbolta. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórs. Þar segir að Þorvaldur og handknattleiksdeild Þórs hafi komist að samkomulagi að Þorvaldur láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla.

Þorvaldur hefur stýrt liðinu ásamt Halldóri Erni Tryggvasyni sem mun stýra liðinu einn það sem eftir lifir tímabilsins. Þorvaldur óskaði sjálfur eftir því að hætta.

Þór er í 11. sæti deildarinnar og allt stefnir í harða fallbaráttu framundan. Þorvaldur hefur starfað lengi fyrir Þór, bæði sem þjálfari og hann gengdi um tíma embætti formanns handknattleiksdeildar. 

Í tilkynningu Þórs segir að félagið þakki honum fyrir ómetanlegt starf í þágu handknattleiksdeildar í gegnum árin. 

Næsti leikur Þórs í deildinni er á sunnudaginn þegar að liðið mætir Aftureldingu á heimavelli sínum á Akureyri.