Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Svona hljómaði stóri skjálftinn í hljóðstofu

27.02.2021 - 11:55
Mynd: Brynjólfur Þór Guðmundsson / RÚV
Stærsti skjálftinn í dag, sem mældist 5,2, reið yfir klukkan sjö mínútur yfir átta. Þá var fréttaútsendingu nýlokið en Mark Eldred tæknimaður var ennþá með opið fyrir hljóðnemann í hljóðstofunni. Hann náði því upptöku af því sem fram fór í hljóðstofunni þegar skjálftinn reið yfir. Hér má heyra hvernig tæki og tól hristust við skjálftann og aftur um það bil mínútu síðar.

Skjálftavirknin hefur haldið áfram. Frá stóra skjálftanum í morgun hafa 20 skjálftar, þrír eða stærri, mælst og fjöldinn allur af minni skjálftum. 

Alls hafa um 7.200 skjálftar verið staðsettir með sjálfvirka jarðskjálftamælikerfi Veðurstofu Íslands frá því að hrinan hófst. Stóri skjálftinn í morgun er sá þriðji í hrinunni sem nær stæðinni 5. Í gærkvöld var skjálfti sem mældist 4,9.