Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Rannsókn miðar ágætlega miðað við umfang málsins

27.02.2021 - 17:09
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á morði í Rauðagerði um þarsíðustu helgi miðar ágætlega miðað við umfang málsins, að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns.

 

Sjö eru enn í gæsluvarðhaldi. Yfirheyrslur hafa staðið yfir um helgina og einnig er lögregla að vinna úr ýmsum gögnum. Fimm eru í gæsluvarðhaldi fram til næsta miðvikudags og einn fram á þriðjudag. Þá eru tveir í farbanni til 9. mars. 

Karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðnætti 13. febrúar. Einn var handtekinn þá um nóttina og fleiri næstu daga. Fram hefur komið í fréttum að rannsóknin sé umfangsmikil og snúi meðal annars að mögulegu peningaþvætti og fjársvikum.