Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 mældist á Reykjanesskaga

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Vilhjálmur Þór Guðmun - RÚV
Snarpur skjálfti, 5,2 að stærð, varð skammt suðvestur af Keili rétt eftir klukkan átta í morgun. Skjálftinn er sá stærsti síðan á miðvikudag, og þriðji skjálftinn sem mælist í hrinunni sem mælist stærri en fimm.

Fréttastofu barst tölvupóstur um að skjálftinn hafi fundist austur á Hellu. Nokkrir skjálftar á milli þriggja og fjögurra af stærð hafa mælst síðan. Sá stærsti þeirra mældist fjórir um klukkan tólf mínútur yfir átta. 

Á ellefta tímanum í gærkvöld varð jarðskjálfti af stærðinni 4,9 á Reykjanesskaga. Hrinan hefur staðið yfir síðan á miðvikudag, þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,7 mældist. Enn eru líkur á að svo stór, eða jafnvel stærri skjálfti verði á svæðinu.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV