Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Íbúum heimilað að snúa aftur í hús sín

27.02.2021 - 15:07
Erlent · Jarðskrið · lögregla · Náttúra · Noregur · Ósló
Mynd með færslu
 Mynd: VG
Íbúum við Tethusbakken í Osló hefur verið leyft að snúa aftur í hús sín eftir að þau voru rýmd vegna jarðfalls. Þó má ekki að fullu nýta það hús sem verst varð úti. Húsin eru flest gömul og götumyndin þykir fögur og því er það í verkahring byggingafulltrúa borgarinnar að ákveða með framhaldið.

Um tuttugu íbúðir í miðborg Ósló voru rýmdar um hádegisbil vegna jarðsigs. Tilkynning barst lögreglu um að veggur í einni íbúðinni hafi gefið sig eftir að jarðvegurinn undir honum fór af stað. 

Nærliggjandi íbúðir voru þá rýmdar en þær eru allar við götuna Telthusbakken. Bæði lögregla og slökkvilið eru á staðnum, sem og fulltrúar borgaryfirvalda. 

Vidar Pedersen, sem stjórnaði aðgerðum í samtali við VG segir björgunarfólk hafa farið inn í húsið til að skoða og meta skemmdir. 

Að sögn Pedersen var rýmingarsvæðið fremur stórt, það náði yfir mið- og neðri hluta Telthusbakken þar sem að stærstum hluta standa timburhús. Lögregla hefur ekki enn greint stærð jarðfallsins en það er talið nema um 15 til 20 rúmmetrum af jarðvegi. 

Fréttin var uppfærð klukkan 15:06.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV