Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Hundar Lady Gaga komnir heim

epa09035835 (FILE) - Lady Gaga arrives for the 91st annual Academy Awards ceremony at the Dolby Theatre in Hollywood, California, USA, 24 February 2019 (reissued 25 February 2021). According to sources close to the musician, Lady Gaga's dog walker was shot late on 24 February in Los Angeles by gunmen who then stole the singer's two bulldogs Koji and Gustavo.  EPA-EFE/ETIENNE LAURENT
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Frönsku bolabítarnir tveir sem rænt var af aðstoðarmanni tónlistarkonunnar Lady Gaga í fyrradag eru komnir aftur í hendur eiganda síns. Þeim Koji og Gustav var komið á lögreglustöð í Los Angeles borg af konu sem virtist ekkert vera tengd ræningjunum.

Að sögn fréttastofu Sky er ekki ljóst hvernig hundarnir komust í hendur konunnar. Ekki er greint frá því í frétt Sky hvort konan hafi fengið hálfrar milljónar bandaríkjadala fundarlaunin sem Lady Gaga lofaði.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

A post shared by Lady Gaga (@ladygaga)

Vinur Lady Gaga, Ryan Fischer, var að gæta hundanna þegar þeim var rænt. Tveir menn á hvítum bíl réðust að Fischer. Þegar hann reyndi að verja sig skaut annar ræningjanna Fischer. Hann er þó ekki alvarlega slasaður.
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV