Stendur til að grípa til aðgerða í bænum? „Nei það er ekki talin ástæða til þess, við erum á hættustigi, svo sem eins og höfuðborgarsvæðið og Árnessýsla. Það þýðir að viðbragðsaðilar eru tilbúnir ef eitthvað kemur upp á þannig að grípa þurfi til aðgerða en það er ekkert slíkt ástand núna og engar breytingar á okkar viðbúnaði hvað þetta varðar,“ sagði bæjarstjórinn í samtali við Ingvar Þór Björnsson, fréttamann í sjónvarpsfréttum fyrr í kvöld.
Tíðir skjálftar leggjast mis vel í Grindvíkinga, segir Fannar. „Það er ekki hægt að neita því að þessir þrálátu skjálftar núna og langvarandi, þeir eru þreytandi þannig að það líður ekki öllum vel með þetta en við bara búum við þessar aðstæður og ég held að miðað við aðstæður megi segja að bæjarbúar og stemmingin hérna sé tiltölulega góð, þrátt fyrir allt.“
Fréttastofa ræddi við Grindvíkinga á förnum vegi í dag og má sjá viðtölin í spilaranum hér fyrir ofan.