Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Brýnir fyrir fólki að gæta að innanstokksmunum

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Víðir Reynisson deildarstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra minnir á og hvetur fólk til að gæta að innanstokksmunum og fjarlæga hluti sem gætu dottið og valdið skaða.

Jafnframt áréttar Víðir að hægt sé að kynna sér ítarlegar leiðbeiningar um viðbrögð við jarðskjálftum á vefnum Almannavarnir.is. Sömuleiðis brýnir hann fyrir fólki að skoða vel aðstæður á vinnustöðum og heimilum með tilliti til öryggis. 

Víðir segir að stöðufundur vegna jarðskjálftanna verði haldinn í hádeginu með fulltrúum af höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og Árnessýslu.