Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Villi Naglbítur - Das Kapital og U2

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Villi Naglbítur - Das Kapital og U2

26.02.2021 - 17:57

Höfundar

Gestur þáttarins að þessu sinni er Villi Naglbítur, Hann mætir með uppáhalds ROKKplötuna kl. 21.00.

Vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123.

Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Boy, fyrsta plata U2 sem kom út 20. Október 1980 á vegum Island útgáfunnar, en það var akkúrat þennan dag, 26. febrúar árið 1980 sem þeir Rob Partridge og Bill Stewart frá Island útgáfunni sáu U2 spila fyrir 2.400 manns í Dublin, í þjóðar-box höllinni, og í kjölfarið var þessum fjórum ungu strákum frá Dublin sem enn eru að spila saman, boðinn plötusamningur við Island records.

Boy var tekin upp í Windmill Lane Studios í Dublin á tímabilinu frá júlí og fram í september 1980 og upptökustjóri var Steve Lillywhite sem gerði þrjár fyrstu plöturnar með U2 og hefur komið að mörgum hinna í seinni tíð. Hann hvatti strákana áfram og til að prófa allskyns skrýtna hluti við upptökurnar, spila á glerflöskur og teina í reiðhjólagjörð t.d.

Platan fékk yfirleitt góða dóma og hefur t.d að geyma lagið I will follow sem fékk dálitla spilun í útvarpi í Ameríku, fyrsta lag U2 sem náði því. Platan fór hæst í 52 sæti breska vinsældalistans og í 63. Sæti í Ameríku.

Tengdar fréttir

Popptónlist

Dóra Einars - Janis og Sabbath

Popptónlist

Smári Tarfur - AC/DC og KISS

Popptónlist

Andrea Jóns - Taste og Def Leppard

Popptónlist

Ómar úlfur - Þeyr og Blur