Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Vél Icelandair lent á Suðurskautslandinu

26.02.2021 - 13:17
Mynd með færslu
Ellsworth-fjöll á Suðurskautslandinu séð frá Union Glacier-búðunum. Mynd:
Boeing 767 farþegaþota Icelandair er nú komin til Suðurskautslandsins. Hún lenti þar fyrir um klukkustund. Flugvélin lagði af stað frá Keflavíkurflugvelli á miðvikudagskvöld og fór í einum legg alla leið suður til Höfðaborgar í Suður-Afríku.

 Sá leggur er um 12.000 kílómetrar. Þar fór áhöfnin í hvíld og fyllti á eldsneytistankana og snemma í morgun var svo lagt af stað til Troll á Suðurskautslandinu. Verkefnið er á vegum Loftleiða, dótturfélags Icelandair Group. Sambærilegt flug var farið árið 2015. Og nú laust eftir hádegið lenti vélin í Troll á Suðurskautslandinu samkvæmt flugumferðarsíðunni Flightradar24.. Linda Gunnarsdóttir er yfirflugstjóri hjá Icelandair.

„Þetta er óvenjulegt vegna þess að flugbrautin er gerð á ís. Við höfum þurft að sæta lagi, þetta eru svona veðurgluggar sem við þurfum að nýta okkur eins og fólk þekkir frá Everest. Helsta ógnin er snjóblinda, þ.e.a.s. skerpa  á milli himins og jarðar er hvort tveggja hvítt en aðstæður í dag eru bara mjög góðar,“ segir Linda.

Vélin stoppar stutt við á þessum óhefðbundna flugvelli, aðeins í rúma klukkustund. Tilgangur ferðarinnar er að sækja vísindamenn á vegum Norska heimskautaráðsins sem eru við rannsóknir þar stóran hluta ársins. 

„Þetta eru vísindamenn sem eru búnir að vera á svæðinu í allt upp undir 14 mánuði, og eru að fara heim til Noregs í frí,“