Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fyrrverandi landsliðsþjálfari fyrirfór sér eftir kærur

epa09037090 (FILE) - US gymnastics coach John Geddert (L) celebrates after Jordyn Wieber (R) of the USA won the gold medal in the women's individual all around final of the Artistic Gymnastics World Championships in Tokyo, Japan, 13 October 2011 (re-issued 25 February 2021). The office of the Michigan Attorney General on 25 February confirmed John Geddert, head coach of the 2012 US women's Olympic gymnastics team, killed himself 25 February 2021 just hours after being charged for 24 crimes including sexual assault, human trafficking and running a criminal enterprise.  EPA-EFE/KIMIMASA MAYAMA
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Fyrrverandi landsliðsþjálfari fyrirfór sér eftir kærur

26.02.2021 - 06:26
John Geddert, fyrrverandi þjálfari bandaríska kvennalandsliðsins í fimleikum, fyrirfór sér í gær. Lík hans fannst nokkrum klukkustundum eftir að hann var kærður fyrir mansal og kynferðisbrot.

AFP fréttastofan segir kæru embættis ríkissaksóknara í Michigan í Bandaríkjunum gegn Geddert vera í 24 liðum. Þar á meðal vegna kynferðisbrota gegn ónefndum íþróttamanni á aldrinum þrettán til sextán ára. Eins er framkoma hans við íþróttamennina sögð jafnast á við mansal. Í kærunni segir að þjálfunaraðferðir hans hafi jafnast á við nauðungarvinnu í erfiðum aðstæðum sem olli íþróttamönnunum meiðslum og öðrum skaða. Geddert hafi þá vanrækt meiðslin og beitt hótunum og líkamlegu afli til þess að fá það út úr íþróttamönnunum sem hann vildi.

Var náinn vinur Nassar

Athygli rannsakenda beindist að Geddert vegna náins vinskapar og starfs hans með Larry Nassar, fyrrverandi lækni bandaríska fimleikalandsliðsins. Nassar var dæmdur í lífstíðarfangelsi í fyrra vegna fjölda kynferðisbrota á ungum fimleikastúlkum undir því yfirskini að hann væri að veita þeim læknismeðferð. 

Geddert var rekinn af bandaríska fimleikasambandinu árið 2018. Hann tilkynnti strax að hann ætlaði að setjast í helgan stein, og sór af sér að vita nokkuð um glæpi Nassars. Nafn Gedderts bar þó oft á góma í réttarhöldunum yfir Nassar, þar sem þjálfarinn var sakaður um líkamlegt og andlegt ofbeldi.

Tengdar fréttir

Fimleikar

„Gerið það sem er rétt“

Erlent

Fórnarlömb Nassars fá skaðabætur