Jose Gonzalez - El Invento
Sænsk-argentínska söngvaskáldið José Gabriel González eða Þossi Gabríel Gunnólfsson eins og hann myndi heita ef fjölskylda hans hefði ákveðið að sækja um hæli á Íslandi árið 1976, hefur sent frá sér sitt fyrsta lag í sjö ár. Það skýrist að einhverju leyti af barneignum og fæðingarorlofi, en lagið er það fyrsta sem Þossi sendir frá eftir sér á spænsku og var frumflutt við afhendingu Nóbelsverðlaunanna í fyrra.