Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Vill ráðherra á fund vegna símtals við lögreglustjóra

25.02.2021 - 15:08
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefur farið fram á það við Jón Þór Ólafsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra komi á fund nefndarinnar við fyrsta tækifæri. Ástæðan eru samskipti ráðherra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag eftir meint sóttvarnarbrot i Ásmundarsal á Þorláksmessu.

Vill Andrés Ingi í ljósi eftirlitshlutverks nefndarinnar sjá hvort samskiptin hafi verið í samræmi við yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir ráðherrans eða hvort þau stangist hugsanlega á við sjálfstæði og hlutlægni lögreglu við rannsókn sakamáls.