Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Vilja skýrslu frá ráðherra um leghálsskimanir

Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar og 25 aðrir þingmenn allra stjórnarandstöðuflokkanna nema Flokks fólksins hafa lagt fram beiðni á Alþingi um skýrslu frá heilbrigðisráðherra um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi.

Markmiðið með skýrslubeiðninni segja flutningsmenn sé að stuðla að því að unnt verði að efla traust kvenna og alls almennings á skimun fyrir krabbameini í leghálsi. 

Segja þau ákvörðun heilbrigðisráðherra um breytingar á skipulagi, stjórn og framkvæmd skimunar fyrir leghálskrabbameini fela meðal annars  í sér að sýni verði flutt úr landi til greiningar. Sú ákvörðun hafi sætt þungri gagnrýni og vilja þau fá óháðan aðila til að vinna skýrsluna.
 

johannav's picture
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
Fréttastofa RÚV