Mynd: Alþingi

Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.
Ólafur Þór vill leiða Vinstri græn í Suðvesturkjördæmi
25.02.2021 - 10:49
Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri græna, hefur ákveðið að gefa kost á sér til að leiða lista VG í Suðvesturkjördæmi í kosningunum í haust.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir var efst á lista flokksins í kjördæminu fyrir síðustu kosningar en hún hefur nú gengið til liðs við Samfylkinguna.
Kjördæmisþing hreyfingarinnar ákvað á fundi sínum í janúar að hafa forval í efstu sæti á framboðslista hreyfingarinnar.
Ólafur hefur setið á þingi þetta kjörtímabil, en starfaði áður sem öldrunarlæknir og sat í bæjarstjórn Kópavogs frá 2006-2017. Þetta kjörtímabil hefur Ólafur verið varaformaður velferðarnefndar og einnig setið í efnahags og viðskiptanefnd.