Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Nýtt veiruafbrigði veldur áhyggjum í New York

epa08877964 A patient is brought into the emergency room at Mount Sinai hospital in New York, New York, USA, 11 December 2020. The city is experiencing high hospitalization rates and high rates of Covid-19 positivity which lead New York Governor Andrew Cuomo to announce today that the city needs suspend indoor dining on Monday 14 December.  EPA-EFE/JUSTIN LANE
 Mynd: epa
Heilbrigðisyfirvöld í New York hafa áhyggjur af enn einu afbrigði kórónuveirunnar sem breiðist hratt úr í borginni. Tveir hópar vísindamanna hafa rannsakað það. Þeir óttast að þau bóluefni sem notuð eru gegn veirunni veiti minni vörn gegn þessu nýja afbrigði en þeim sem áður eru komin fram.

Þess varð fyrst vart í New York í nóvember. Um miðjan þennan mánuð var það um það bil eitt af hverjum fjórum sem greindust og voru vistuð í gagnabanka heilbrigðisyfirvalda.

Hóparnir sem hafa rannsakað veiruna, annar frá Caltech tækniháskólanum í Kaliforníu og hinn frá Columbia háskólanum í New York, hafa enn ekki birt ritrýndar niðurstöður rannsókna sinna. Haft er eftir þeim í New York Times að útbreiðsla afbrigðisins sé umtalsverð.

Fram kemur í frétt blaðsins að afbrigði veirunnar sem fyrst varð vart í Bretlandi verði að líkindum orðið hið útbreiddasta í Bandaríkjunum í lok næsta mánaðar. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV