Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist tæpum þremur kílómetrum norður af Krýsuvík á fjórða tímanum í nótt. Skjálftinn var sá fjórði yfir þremur að stærð frá því eftir kvöldmat í gærkvöld. 57 skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst á Reykjaneshrygg síðan klukkan tíu í gærmorgun.