Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist á Reykjaneshrygg

Mynd með færslu
 Mynd: Ellert Grétarsson
Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist tæpum þremur kílómetrum norður af Krýsuvík á fjórða tímanum í nótt. Skjálftinn var sá fjórði yfir þremur að stærð frá því eftir kvöldmat í gærkvöld. 57 skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst á Reykjaneshrygg síðan klukkan tíu í gærmorgun.

Stærsti skjálftinn í þessari hrinu mældist sex mínútur yfir tíu í gærmorgun, 5,7 að stærð. Fjöldi skjálfta yfir þremur að stærð mældist næsta klukkutímann á eftir, einn þeirra var af stærðinni fimm og nokkrir yfir fjórum að stærð.

Hættustig vegna jarðskjálftanna er í gildi á Reykjanesi, höfuðborgarsvæðinu og í Árnessýslu.