Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Góður gangur í bólusetningum í Bretlandi

25.02.2021 - 17:49
epa08972925 People arrive at an NHS vaccination centre in Wembley in London, Britain 29 January 2021. A new vaccine developed by Janssen prevents 66% of Covid cases after a single dose according to the the Belgian company. The UK has pre-ordered 30 million doses from Janssen, but the jab is awaiting approval from the UK regulator.  EPA-EFE/NEIL HALL
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Búið er að bólusetja 18,7 milljónir Breta gegn kórónuveirunni, að því er heilbrigðisyfirvöld greindu frá í dag. Þeim hefur fjölgað um 449 þúsund frá því í gær. Þá hafa yfir 700 þúsund verið bólusett tvisvar.

Þessi góði gangur varð til þess að viðbúnaðarstig vegna faraldursins var lækkað í dag úr fimm, - hinu hæsta, - niður í fjóra. Þar með er ekki lengur talin hætta á að breska heilbrigðiskerfið sligist vegna álags innan þriggja vikna.

Þrátt fyrir þetta er álagið enn mikið vegna fjölmargra COVID-19 sjúklinga á sjúkrahúsum landsins, en smitum fer fækkandi. Tæplega níu þúsund smit voru greind í gær. 323 andlát, sem rakin eru til faraldursins, voru tilkynnt. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV