Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fiskibát rak í átt að landi þegar vélin bilaði

25.02.2021 - 18:51
Mynd með færslu
 Mynd: Karen Rut Konráðsdóttir - RÚV
Fiskibátur varð aflvana á Þistilfirði, um eina sjómílu norður af Langanesi á fjórða tímanum í dag, og tók að reka í átt að landi. Skipverji á bátnum óskaði eftir aðstoð og voru þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarskip frá Raufarhöfn og björgunarbátur frá Þórshöfn kölluð út auk þess sem nálæg skip voru upplýst um vandann. Börkur NK var næstur bátnum, en þó í tíu sjómílna fjarlægð, og hélt af stað til aðstoðar.

Skipverjanum á bátnum sem rak að landi tókst að gera bráðabirgðaviðgerð á vél bátsins. Þá gat hann siglt í örugga fjarlægt frá landi. Að því loknu verður bátnum siglt til Þórshafnar og verður björgunarbátur með í för. 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV