Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Enginn liggur á Landspítala með virkt COVID-19 smit

Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
Enginn liggur á Landspítala með virkt COVID-19 smit, en þar liggja átta sem hafa lokið einangrun. Enginn þeirra er á gjörgæslu. 17 eru undir eftirliti COVID-19 göngudeildarinnar - ekkert barn er í þeim hópi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttarnefnd Landspítala.

Frá upphafi faraldursins hafa 327 lagst inn á sjúkrahús með COVID-19, þar af 53 á gjörgæslu, samkvæmt covid.is. 

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir