Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Tollverðir fundu 16 tonn af kókaíni

24.02.2021 - 13:01
epa09033420 An undated handout made available by Zollfahndungsamt Hamburg shows cocaine in tin containers inside a container in Hamburg, northern Germany. Customs authorities announced that they have seized more than 16 tonnes of cocaine hidden in three containers at the port of Hamburg on 12 February 2021. According to a press release from the Hamburg customs investigations department, this is the biggest-ever cocaine haul in Europe.  EPA-EFE/HANDOUT ZOLLFAHNDUNGSAMT HAMBURG HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Þýskir tollverðir fundu nýlega yfir sextán tonn af kókaíni í vörugámum sem komu frá Paragvæ og hafði verið landað í Hamborg. Í yfirlýsingu frá þýsku tollgæslunni segir að þetta sé stærsta kókaínsending sem hald hafi verið lagt á í Evrópu. Áætlað er að götuvirði efnanna nemi nokkrum milljörðum evra. Maður á þrítugsaldri var handtekinn í Hollandi í gær í tengslum við rannsókn málsins.
asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV