Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Þetta var af þeirri stærðargráðu að fólki líður illa

Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
Ekki er vitað um neinar skemmdir af völdum jarðskjálftans, sem varð núna upp úr klukkan tíu á Reykjanesi. Lögreglan á Suðurnesjum er nú á leið á vettvang að athuga með skemmdir á vegum við Fagradalsfjall. „Þetta var af þeirri stærðargráðu að fólki líður illa,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík.

Fannar segir að allt hafi leikið á reiðiskjálfi í bænum. Skjálftinn og eftirskjálftar hans hafi fundist vel. Viðbragðsaðilar hafi ekki verið kallaðir saman, grannt sé fylgst með stöðu mála. 

„Við erum í viðbragðsstöðu,“ segir Fannar.

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir