Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Eurovision-lag Íslands komið með nafn

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Eurovision-lag Íslands komið með nafn

24.02.2021 - 11:00

Höfundar

Lag Daða og Gagnamagnsins í Eurovision er beint framhald af Think About Things. „Lagið fjallar um það að við Árný séum búin að vera saman í 10 ár. Hvernig ástin styrkist með tímanum.“

Nú er komið í ljós hvað lagið sem verður framlag Íslendinga í Eurovision-söngvakeppninni heitir. Lagið heitir 10 Years eða 10 ár og verður flutt á ensku af Daða og Gagnamagninu á sviðinu í Rotterdam í maí. Daði vill bíða með að opinbera textann en gefur samt upp að hann fjalli um Árnýju Fjólu konuna sína, en þau hafa nú verið saman í 10 ár og eiga eina dóttur saman.

„Lagið fjallar um það að við Árný séum búin að vera saman í 10 ár. Hvernig ástin styrkist með tímanum. „Plötuumslagið“ er svo mynd af andlitinu á peysunni hennar Árnýjar, eins og Think About Things var með andlitinu mínu. Þetta er í rauninni nokkuð beint framhald af Think About Things þetta lag,” segir Daði Freyr en hann hlakkar til að fá viðbrögð við laginu.  „Nú get ég bara ekki beðið eftir að sjá viðbrögðin við laginu. Ég hef lagt allt í þetta og vona að það skili sér til fólks. Ég er ekkert að grínast með þetta allavegana.“

Næstu tvö laugardagskvöld verða heimildarþættir um Daða og Gagnamagnið sýndir á RÚV en þar fá áhorfendur að kynnast sögu hljómsveitarinnar frá því hún tók þátt í Söngvakeppninni á RÚV árið 2017.

Lagið sjálft verður svo frumflutt í fyrsta þætti af nýjum tónlistar- og skemmtiþáttum, Straumum, laugardaginn 13. mars.

Tengdar fréttir

Tónlist

Byrjuð að sauma búninga fyrir Eurovision-myndbandið

Tónlist

Daði undirbýr Eurovision: „Ég ætla að reyna að vinna“

Tónlist

Daði Freyr vildi alls ekki syngja Jaja Ding Dong

Tónlist

„Ætla að reyna að koma fyrir tveimur upphækkunum“