Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Engar marktækar breytingar á kvikugasi í Krýsuvík

Vísindamenn voru hissa á að ekki mældust marktækar breytingar á gasútstreymi við Krýsuvík, eins og venjulega eftir svo stóra skjálfta. Jörðin var öll á iði þegar mælt var eftir hádegið í dag.

Sérfræðingar Veðurstofunnar fóru fljótlega eftir stóra skjálftann á hverasvæðið við Seltún og við virkjunina í Svartsengi til að mæla gasútstreymi og þá sér í lagi hvort það væru einhver merki um kvikugas.

„Við mælum gasið í gufuni til að sjá hvort meira gas streymi úr kvikunni en áður. við komum hingað regluleg til mælinga svo að við vitum hvernig gastegundirnar eru að jafnaði og við fylgjumst með hvort eitthvað hafi breyst,“ segir Melissa Anne Pfeffer, Sérfræðingur á sviði ösku- og efnadreifingar.

Mikilvægt er eftir svo stóra skjálfta að mæla breytingar á magni og eðli gastegunda. „Allt virðist eðlilegt í dag og eins og venjulega. Áður, þegar stórir jarðskjálftar hafa riðið yfir á svæðinu, höfum við fengið mun meira magn af brennisteinsgufum en við höfum ekki orðið vör við slíkt í dag,“ segir Melissa Anne jafnframt.

Farið verður í svipaðan leiðangur á morgun til að bera saman við niðurstöðurnar í dag. „Það tekur tíma fyrir gasið að fara á yfirborðið. það var þetta stór jarðskjálftavirkni í dag. við ættum að sjá eitthvað á á morgun,“ segir Sara Barsotti fagstjóri eldfjallavár.

Þótt það færi lítið fyrir breytingum á gasútstreymi í Krýsuvík var allt á iði eftir hádegið í dag. Hefurðu fundið fyrir mörgum skjálftum? „já, rétt áður en þú komst og meðan við vorum við mælingar fundum við einn upp á 4,8; það var mjög spennandi. Og þarna kom skjálfti.“