Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Bóluefni Johnson & Johnson gefur góða raun

A doctor receives a Johnson & Johnson vaccine at the government hospital in Klerksdorp, South Africa, Thursday, Feb. 18, 2021. South Africa started the rollout of vaccines Wednesday with South African President Cyril Ramaphosa among the first in his country to receive the vaccine in the inoculation drive in the country. (AP Photo/Shiraaz Mohamed)
Suður-afrískur læknir fær sprautu með bóluefni Johnson & Johnson. Mynd: AP
Prófanir bandarísku Matvæla- og lyfjastofnunarinnar á bóluefni Johnson & Johnson hafa leitt í ljós að það veitir góða vörn gegn COVID-19, þar á meðal afbrigðum sem kennd eru við Suður-Afríku og Brasilíu. Í gögnum sem birt voru í dag segir að í umfangsmiklum klínískum rannsóknum á lyfinu hafi komið í ljós að það hafi gefið 85,9 prósent vörn hjá sjálfboðaliðum í Bandaríkjunum, 81,7 prósent í Suður-Afríku og 87,6 prósent í Brasilíu.

Belgíska lyfjafyrirtækið Janssen, dótturfélag Johnson & Johnson, hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi hjá Lyfjastofnun Evrópu fyrir bóluefni sínu. Búist er við að umsóknin verði afgreidd á fundi um miðjan næsta mánuð. 

Íslendingar hafa samið um kaup á þessu bóluefni fyrir 235 þúsund landsmenn. Gert er ráð fyrir að afhending þess hefjist á öðrum ársfjórðungi.
 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV