
Vilja kaupa eða byggja 359 leiguíbúðir
Næstu skref eru að matsnefnd fer yfir umsóknirnar og gerir tillögu til borgarstjóra um hvernig umsóknirnar verða afgreiddar. Áður en ákvörðun verður tekin þarf Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að meta umsóknir.
Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun sem ASÍ og BSRB stofnuðu. Brynja hússjóður er sjálfseignarstofnun á vegum Öryrkjabandalags Íslands. Félagsbústaðir eru fyrirtæki í eigu Reykjavíkurborgar sem hefur umsjón með uppbyggingu og rekstri félagslegs húsnæðis.
Yfirlýst markmið með stofnframlögum til kaupa eða byggingar á leiguíbúðum er að efla leigumarkaðinn og styrkja stöðu fólks undir tekju- og eignamörkum. Í stefnumótun Reykjavíkurborgar segir að með þessu eigi stuðla að framboði leiguíbúða á viðráðanlegu verði fyrir námsmenn, ungt fólk, aldraða, fatlað fólk og fólk sem ekki er fært um að sjá sér fyrir húsnæði vegna félagslegra aðstæðna eða verulegs fjárhagsvanda.