Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Þúsundir verkamanna hafa látist í Katar

23.02.2021 - 12:19
epa06011226 (FILE) - A general view of the skyline of Doha, Qatar, 05 February 2010 (reissued 05 June 2017). According to media reports, Egypt, Saudi Arabia, Bahrain and the United Arab Emirates cut off diplomatic ties with Qatar on 05 June 2017, accusing
Frá Doha í Katar. Mynd: EPA
Breska dagblaðið Guardian segir að meira en 6500 farandverkamenn hafi dáið í Katar á síðastliðnum áratug eða síðan ákveðið var að heimsmeistarakeppnin í fótbolta 2022 yrði í landinu. Guardian segir að flestir hinna látnu hafi verið frá fimm Asíulöndum, Indlandi, Pakistan, Nepal, Bangladess og Sri Lanka.

12 hafa látist í hverri viku í tíu ár

Guardian segir að samkvæmt þessu hafi 12 farandverkamenn látist í hverri viku síðastliðinn áratug. Blaðið hefur þessar upplýsingar frá löndunum fimm. Búast megi við að fleiri farandverkamenn hafi dáið í Katar því ekki séu upplýsingar frá löndum eins og Filippseyjum og Keníu en margir þaðan hafa farið til vinnu í Katar. Gríðarlegar framkvæmdir hafa verið í Katar á síðustu 10 árum vegna heimsmeistarakeppninnar 2022. Reistir hafa verið leikvangar, flugvellir, hótel og miklar vegaframkvæmdir verið.

bogia's picture
Bogi Ágústsson
Fréttastofa RÚV