Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Stjórnvöld íhuga að styðja við rekstur flugrútunnar

23.02.2021 - 10:28
Mynd með færslu
 Mynd:
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur til skoðunar með hvaða hætti stjórnvöld geti stutt við rekstur flugrútunnar til þess að tryggja rútuferðir milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins.

Rútuferðir milli flugvallarins og höfuðborgarsvæðisins liggja nú alveg niðri, enda er mun minni eftirspurn eftir rútuferðum en venjulega. Tvö rútufyrirtæki reka flugrútu, Kynnisferðir og AirportDirect.

Komufarþegar hafa nú þann kost að taka leigubíl, en í gær voru gefnar út sérstakar reglur um sóttvarnir í leigubílum.

Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, sagði í gær að það væri enn of mikið um það að aðstandendur sæktu komufarþega á flugvöllinn, en þar sem komufarþegar eru í sóttkví er það óheimilt, nema sá sem sæki fari líka í sóttkví.