Ronaldo markahæstur á Ítalíu - tryggði Juve sigurinn

epa09030478 Juventus? Cristiano Ronaldo during the italian Serie A soccer match Juventus FC vs FC Crotone at the Allianz stadium in Turin, Italy, 22 February 2021.  EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO
 Mynd: EPA

Ronaldo markahæstur á Ítalíu - tryggði Juve sigurinn

23.02.2021 - 09:58
Portúgalinn Cristiano Ronaldo var í miklu stuði þegar Juventus vann 3-0 sigur á Crotone í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í Tóríníó í gærkvöld. Ronaldo skoraði tvö marka Juventus í leiknum og er nú markahæstur á Ítalíu á tímabilinu.

Ronaldo skoraði bæði mörkin með skalla seint í fyrri hálfleik. Fyrra markið skoraði hann eftir sendingu frá Brasilíumanninum Alex Sandro en það síðara eftir góða fyrirgjöf Walesverjans Aaron Ramsey.

Bandaríkjamaðurinn Weston McKennie bætti svo við þriðja marki Juventus í seinni hálfleik og heimamenn unnu leikinn 3-0.  Juve, sem hefur orðið Ítalíumeistari níu ár í röð, fór með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar og á leik til góða á toppliðin tvö.

Inter er með fjögurra stiga forskot á toppnum en staðan í toppbaráttunni í Seríu A er afar jöfn:

1. Inter 23 +33 53
2. AC Milan 23 +17 49
3. Juventus 22 +25 45
4. Roma 23 +12 44
5. Atalanta 23 +22 43
6. Lazio 23 +8 43
7. Napoli 22 +22 40

 

Með mörkunum tveimur skaust hinn 36 ára Ronaldo upp fyrir Belgann Romelu Lukaku, framherja Inter, á toppinn á lista yfir markahæstu menn deildarinnar:

Leikmaður Lið Leikir Mörk Þar af úr vítum
1. Cristiano Ronaldo Juventus 19 18 4
2. Romelu Lukaku Inter 22 17 4
3. Zlatan Ibrahimovic AC Milan 13 14 3
4. Ciro Immobile Lazio 21 14 3
5. Luis Muriel Atalanta 21 14 1