Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Rok og úrkoma en styttir upp og lægir í kvöld

23.02.2021 - 06:51
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Veðurstofan spáir austan- og norðaustanátt í dag, víða 8-15 m/s en sums staðar verður hvassara við fjöll. Búast má við talsverðri rigningu suðaustantil á landinu og rigningu eða slyddu með köflum í öðrum landshlutum eftir hádegi, en snjókomu norðaustanlands. Hiti verður á bilinu 0 til 8 stig síðdegis, mildast við suðurströndina. Dregur svo úr vindi og úrkomu í kvöld.

Norðaustankaldi á morgun, 5-13 m/s. Snjókoma eða rigning öðru hverju norðan- og austanlands, en þurrt og bjart veður um landið suðvestanvert. Hiti á bilinu 0 til 6 stig, en kringum frostmark á Norður- og Austurlandi.

Á fimmtudag lægir og styttir upp, en um kvöldið er spáð vaxandi suðaustanátt. Víða vægt frost, en hiti 0 til 5 stig sunnan heiða. Vaxandi suðaustanátt um kvöldið og þykknar upp á Suður- og Vesturlandi.

Á föstudag má búast við stífri sunnanátt með rigningu, þó síst norðaustanlands.

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV