LeBron James og félagar töpuðu niður 17 stiga forskoti

epa09008291 Los Angeles Lakers forward LeBron James (R) and his teammates wear sweatshirts reading 'Built by Black History' for Black History Month during the fourth quarter of the NBA basketball game between the Memphis Grizzlies and the Los Angeles Lakers at the Staples Center in Los Angeles, California, USA, 12 February 2021.  EPA-EFE/ETIENNE LAURENT SHUTTERSTOCK OUT
 Mynd: EPA

LeBron James og félagar töpuðu niður 17 stiga forskoti

23.02.2021 - 09:19
Washington Wizards vann sigur á meisturum Los Angeles Lakers í NBA-körfuboltadeildinni í gærkvöld eftir framlengdan leik, 127-124. Lakers náði mest 17 stiga forystu í leiknum en þetta var þriðji tapleikur liðsins í röð.

Bradley Beal og Russell Westbrook voru frábærir í liði Washington og áttu stærstan þátt í viðsnúningnum. Beal skoraði 33 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar og Westbrook var með 32 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar. 

LeBron James lék yfir 43 mínútur í leiknum og gerði sitt en hann var með 31 stig, 13 stoðsendingar og 9 fráköst. Hann jafnaði metin í venjulegum leiktíma en í framlengingunni voru liðsmenn Washington sterkari og unnu 127-124.

Þrátt fyrir þrjá tapleiki í röð er Lakers enn í 3. sæti Vesturdeildar en Washington er í 13. sæti Austurdeildar.