Guðlaugur Þór fagnar ákvörðun Bandaríkjastjórnar

Mynd með færslu
 Mynd: Stjórnarráðið
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, fagnar ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að gerast aftur virkur þátttakandi í starfi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Hann telur að lýðræðisríki þurfi að vinna að umbótum á mannréttindaráðinu og halda á lofti frelsi og mannréttindum. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á fundi ráðsins í dag. 46. fundalota ráðsins stendur nú yfir.

Guðlaugur sagðist líka fagna því að baráttukonan Loujain al-Hathloul hefði verið látin laus úr haldi í Saudi-Arabíu. „Ég vona innilega að þetta sé til marks um að raunverulegar umbætur séu í vændum og bjartari tímar framundan fyrir konur og þau sem berjast fyrir bættum mannréttindum í Sádi-Arabíu,“ sagði ráðherrann. Ávarpið má sjá hér að neðan.